Á ferð og flugi

Fór til Ísafjarðar um helgina með 3 börn í farteskinu plúss fellihýsi, síðan voru Vala og Anja einnig með í för og Heiða og kærasti og sonur hans komu einnig þangað. Ótrúlega lítið mál að ferðast með fellihýsi og að tjalda því og fella. Og þvílíkur lúksus að sofa í fínum rúmum ró maður sé í útilegu. Fór á miðvikudag, gistum eina nótt á Hólmavík vorum síðan á Ísafirði fimmtudag til sunnudags. Skoðuðum okkur um í nágrenninu og höfðum það notalegt. Þetta var bara alltof stutt ferð og stefni á að fara aftur næsta sumar og vera í fleiri daga. Fór m.a. að skoða fossinn Dynjanja sem er eitt það fegursta á Íslandi, gekk upp að fossinum eins og ekkert væri og aldrei að vita nema Elísabet geti farið að draga mig í léttar gönguferðir hvað úr hverju. Á mánudag fór ég á Húsavík að skoða sorpbrensluna og síðan var að byrja að vinna í morgun. Á fimmtudagskvöld er síðan stefnan tekin á Koben, krossa fingur og vonast eftir sól og blíðu þar yfir helgina. Blogga meira eftir þá ferð. Og svona í lokin held áfram að léttast þó hægt hafi á því, nú búin að missa yfir 75 kg. sýnist mér, ekki mælt á sömu vigt og venjulega.

Kv. Bjarnveig


Kaupmannahafnarferðir

Góðan daginn.

Líklega aldeilis kominn tími á að blogga, því síður sem ekki eru uppfærðar reglulega eru algjörlega óþolandi. Er greinilega alveg að missa mig þessa vikuna því ég er þegar búin að panta tvær ferðir í beinu flugi til Koben. Fyrst pantaði ég ferð í nóv. með ferða- og matarklúbbnum verð þá nokkra aukadaga hjá familíunni. Svo gafst ég endanlega upp á súldinni, þokunni og rigningunni og pantaði mér ferð 3-8. ágúst. Veit ekki alveg hvað er orðið um veðurbjartsýnina mína en verð að komast í hlýju og sól í nokkra daga, svo er bara að krossa fingur og vona að það verði gott veður í Koben.

Annars gengur allt sinn vanagang, passa Önju 3-4 daga í viku og svo erum við að fara í ferðalag til Ísafjarðar á mánudag, vonandi gegur vel að keyra með fellihýsið í eftirdragi.

Kv. Bjarnveig


Sumarfrí

Komin í sumarfrí, húrra, húrra. Reyndar varla hægt að tala um sumarfrí enn, því ég þarf að gera 4 vikna vaktskrá  áður en ég kemst alveg í sumarfrí, en geri hana heima svo þetta verður heldur ljúfara. Svo verða náttúrulega eitthvað um fundi og annað slíkt líka en samt frábært að vera komin í frí og vera lausari við. Veðrið að vísu ekki af bestu gerð, en eins og ég hef alltaf sagt veður er bara spurning um hugarfar og klæðnað.

Kveðja úr súldinni á Dalvík, Bjarnveig


71 kg. farið

Var í endurkomu í Kristnesi, nú eru tæpir 10 mánuðir síðan ég fór í fyrstu vigtun þar og það eru farin 71 kg. Mjög gaman að hitta hópinn sinn aftur og sjá hvað allir líta frábærlega vel út, við 5 sem mættum erum samtals búin að missa 228 kg frá því í byrjun sept. 2005. Varla að maður þekki suma í sjón lengur, þvílík er breytingin.

Nú virðist loksins komið sumar á Dalvík, búið að vera frábært veður þessa vikuna, verst að geta ekki notið þess að fullu vegna vinnu og funda, en maður bara nýtir það sem gefst.

Er á fullu að æfa mig að hjóla hringinn í sveitinn, hjólaði í gærkvöldi fram á Tjörn en það eru 10 kílómetar, fram og til baka og reyndist það lauflétt svo mér sýnist á öllu að ég sé að verða klár í að hjóla allan hringinn, takmarkið var að vera búin að þessu fyrir 15. sept, var síðan búin að flýta því fram um mánuð, en nú sýnist mér að það geti vel farið svo að ég geri þetta bara um helgina ef ég verð í stuði og veðrið verður gott. Allir velkomnir með sem vilja.


gleðilega þjóðhátðíð

Jæja þá er kominn enn einn þjóðhátíðardagurinn. Hér er búið að rigna frá hádegi en hitastigið þó skaplegt eða yfir 10 stigum. Búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið. Eftir að loks tókst að koma saman meirihluta á fimmtudaginn fyrir viku, fór ég í frábæra óvissuferð með ferða- og matarklúbbnum mínum í Skagafjörð. Vikan sem er að líða hefur síðan farið í fundi en í vikunni var bæði bæjarstjórnarfundur og bæjarráðsfundur og ég með fundarstjórn á þeim báðum svo ég hef lært heilmikið í fundarsköpum sérstaklega fyrir bæjarstjórnarfundinn en þetta gekk nú samt allt bara vel, svo voru athafnir sem ég þurfti að mæta á og smáfundir til að undirbúa framhaldið. Alltaf eitthvð nýtt að lærast en ég segji nú alltaf að það er ekkert svo erfitt að maður geti ekki lært það ef maður leggur sig fram um það. Nú eru eftir 3 vikur í seinni hluta sumarfrísins og þá koma Ingvi og Matthías til mín og verða í ca. 4 vikur. Í fríinu ætla ég allavegana til Ísafjarðar yfir eina helgi en annað er ekki planað.

Enn og aftur gleðilega þjóðhátíð

Bjarnveig


Meirihlutaviðræður

Eins og þeir sem fylgjast með pólitíkinni á Dalvík vita hefur illa gengið í meirihlutaviðræðum eftir kosningar. Nú eigum við á B-listanum í viðræðum við J-listann um myndun meirihluta. Aftur fundur um það á morgun og ef henn gengur vel ættum við að vera búin að koma okkur saman um málefni og skiptingu embætta um miðja viku. Ef ekki gengur saman með okkur veit ég hreinlega ekki hvernig verður hægt að mynda meirihluta. Kláraði vorverkin í garðinum í dag. Á að vísu eftir að nálgast sumarblómin og setja þau niður, en ætti að ná því í vikunni. Elísabet ef þú lest þetta á ég að koma í bæinn á föstudaginn eða sækjið þið mig til Dalvíkur. Hlakka ekkert smá til óvissuferðarinnar um helgina. Nú er bara ein vika eftir að þessum hluta sumarfrísins, fer síðan í 3 vikna frí í júlí og á þá eftir nokkra daga í haust, er jafnvel að hugsa um að skreppa til Koben í okt eða nóv í beinu flugi frá Akureyri.

Kveðja Bjarnveig


Kosningum lokið

Jæja þá er þessari törn lokið. Kosningaúrslit liggja fyrir. Urðu í samræmi við okkar spár, þó því sé alls ekki að neita að við vildum hafa þau öðruvísi, en það gengur bara betur næst. Vorum reyndar með 2 aðalmarkmið, það fyrra að ná inn 3 mönnum sem tókst ekki og það seinna að koma í veg fyrir að Samfylkingin og aðrir á J-listanum kæmust í hreinan meirihluta og það tókst, svo líklega megum við vel við una þrátt fyrir allt. Nú erstund milli stríða, en næsta skref er að reyna að koma á meirihlutasamstarfi, sem vinnur að heilindum fyrir sveitarfélagið, því nú ríður á að halda þeirri styrku fjármálastjórn sem verið hefur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og gæti alveg hugsað mér að fara fljótt í svona baráttu aftur.

Hef nú lítinn tíma haft í annað síðustu vikuna, en það er þó heldur farið að hlýna og nú hlýtur sumarið að vera að fara að koma.

Kv. Bjarnveig


Home again

Kom heim í gæ frá Kaupmannahöfn. Er ekki alveg að ná þessu afhverju fólk býr á þessum klaka. Mér fannst nú ekkert sérstakt veður í Koben 10-15 gráður og rigning flesta daga, en guð minn góður þar var alveg dásemdar veður miðað við veðurfarið hér. Maður gæti haldið að það væri nóvember en ekki maí, en það getur víst bara skánað úr þessu. Skodinn stóð sig eins og hetja í hríðinni og hálkunni á leiðinni norður þrátt fyrir að vera á sumardekkjum, ef hann ætlaði að renna til þá tók skriðvörnin (eða eitthvað) við. Annars voru þetta frábærir dagar í Koben, og þökk sé því hvað ég hef misst mikið af kílóum var það ekkert mál að fara upp á fimmtu hæð tæpar 80 tröppur. Nú er víst orðið tímabært að fara hugsa um pólitíkina og munið að þetta er einfalt á laugardaginn bara a merkja x við B.

kveðja Bjarnveig X-B


Kaupmannahöfn

Skrapp frá kosningaundirbúningnum og er nú í Kaupmannahöfn. Trúi því að allt sé í góðum höndum hjá hinum á listanum og öðru góðu framsóknarfólki á Dalvík. Hef það náttúrulega alveg stórfínt hér, veðrið gæti að vísu verið betra en hér er nú sól en frekar kaldur vindur. Sé að vísu á kortunum að það er enn kaldara á klakanum.

Kv. Bjarnveig


Heim frá London

Nýkomin heim eftir frábæra Londonferð verslaði eins og mér væri borgað fyrir það, gekk út um allt, fórum oft út að borða, sáum Lion King (sem ég mæli með við alla), töluðum endalaust, hlógum mikið, sváfum lítið, drukkum mismikið og í alla staði frábær ferð.

Nú er það kosningaundirbúningur í eina viku og slatti af fundum svo er það Koben um næstu helgi, vonandi verður verslað minna þá. Bendi á grein eftir mig á dagur.net vegna kosninganna.

Heyrist meira frá mér síðar kv. Bjarnveig


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband