London hér kem ég

Eftir sólarhring verð ég á leiðinni til London. Er á leiðinni í vinnuna, síðan flýg ég suður og næ að knúsa Önju Kareni svolítið. Gisti síðan hjá Dísu og svo er það Londin í fyrramálið. Hef ekki komið þangað síðan ´92 og það er avo sannarlega orðið allt of langt síðan, en það er svona þegar farið er á hverju ári til Koben þá er ekki alltaf tími til að fara annað.

Af kosningaundirbúningi er það að frétta að við erum að vera langt komin í stefnuskrárvinnu. Í síðustu viku var smá viðtal við mig í fréttablaðinu og núna í vikunni verður kosningaumfjöllun um Dalvíkurbyggð á rás 1, þar sem verður viðtal við oddvita framboðslistanna, einnig kemur grein í Bæjarpóstinum núna á fimmtudaginn. Ekki hefði ég trúað því fyrir 2 mánuðum að ég væri að skrifa greinar í fjölmiðla, en maður veit víst aldrei hvaða vinkla lífið tekur. Og maður getur allt sem maður vill, bara ef maður vill það nógu mikið. Bæjarmálin í Dalvíkurbyggð eiga svo sannarlega allan hug minn þessa dagana og munu eiga það a.m.k. næstu 4 árin. Gaman að vinna með skemmtilegu og hugmyndaríku fólki að góðum málum og öll höfum við þat sama markmið að gera gott sveitarfélag enn betra, eða eins og við á B-listanum segjum gerum Salvíkurbyggð að sveitarfélagi í sérflokki.

Skrifa næst þegar ég kem heim frá London, yfir og út

Bjarnveig


Kosningabaráttan hafin

Nú hef ég á tilfinningunni að kosningabaráttan sé hafin fyrir alvöru, en í dag birtist viðtal við mig og oddvita hinna framboðanna í Dalvíkurbyggð í Fréttablaðinu. Svo erum við á kafi í málefnavinnu og kosningaskrifstofan opnar á þriðjudagskvöldið. Sem sagt spennandi tímar framundan og nóg að gera. Loksins virðist vorið vera komið, farið að hlýna og bjartara yfir öllu og maður sér snjóinn minnka, að vísu löngu komið vor hjá mér, en það er nú sennilega af því að mér finnst vorið langbesti tími ársins og það kemur alltaf mjög snemma hjá mér.

Vonandi að allir hafi það sem best, kær kveðja

Bjarnveig


Gleðilegt sumar

Það á víst að heita að það sé komið sumar. Að vísu langt síðan að það kom í mínum huga og hjarta en veðurguðirnir eru víst ekki alveg sammála mér. En maður heldur bara áfram með gleði í sinni og gerir gott úr veðrinu, enda segji ég oft að það sé ekki til vont veður heldur spurning um klæðnað og hvort maður þurfi endilega að vera á ferðinni. Nú er orðið tómlegra í húsinu enda fóru Vala Dögg og Anja Karen suður á mánudaginn enn svo koma þær aftur í lok maí og verða þá í eina 3 mánuði. Og við förum reyndar líka saman til Kaupmannahafnar í maí með Heiðu Pálrúnu og Ingu Birnu. Var í ræktinni áðan og púlaði þvílíkt en líðanin á eftir er líka dásamleg. Búin að missa 58.5 kg frá 9/9 2005. Svo er náttúrulega kosningabaráttan að fara á fullt svo ég mun hafa nóg fyrir stafni á næstunni

Kv. Bjarnveig


Píslargangan

Jæja, ég segi nú ekki öll mín orð í einu, haldið ykkur nú fast en blúndan hún Bjarnveig dreif sig í dag í Mývatnssveit og gekk part af píslargöngunni, var búin að ákveða fyrir brottför að ganga í mesta lagi 5 kílómetra en stoppaði ekki fyrr en eftir tæpa 10 kílómetra. Mæli með því að fara þetta því það var þvílík blíða og virkilega gaman að ganga þetta, var að vísu í mjög góðum félagsskap og var talað "nonstopp" allan tímann, svo var náttúrulega farið í lónið og x3 að kaupa sér kaffi og svo græddi ég 3 blöðrur á fæturnar en það grær nú. Takk Biggi, Ella, Þuríður, Bryndís og Brynja Vala fyrir skemmtilegan dag.

Páskafrí

Jæja þá á það að heita að ég sé komin í páskafrí, í heila 5 daga ekki sami lúxusinn og hjá kennaranum (Þuríði). Þarf þó að vinna eitthvað í vaktskránni, lítill tími í það í vinnunni, en samt gott að þurfa ekki að rífa sig upp á morgnana. Eitthvað verður maður líklega að hugsa um pólitíkina líka, enda styttist óðfluga í kosningar. Svo er það píslargangan en ef viðrar þokkalega ætla ég að ganga einhvern part af henni síðan er það bara afslöppun og notalegheit, sundlaugin og ræktin hér á Dalvík og jafnvel að sjá Blessað barnalán hjá leikfélagi Dalvíkur. Gleðilega páska, kv. Bjarnveig

Vorið að koma

Ég er sannfærð um það að nú sé vorið að koma, þetta fína veður í dag og maður sér og heyrir snjóinn bráðna, að vísu ekki mjög hratt en samt þetta er allt í rétta átt. Hef alla trú á að það verði fínt veður næstu daga og skíðafæri í sólskini um páskana, ekki það að ég ætli á skíði um páskana en ég get nú alveg unnt öðrum þess að skíða. Sé fram á rólegheit um páskana, þó er aldrei að vitq nema ég skelli mér í íslargöngu á föstudaginn langa en síðan tekur við stíf vinna við framboðsmál fram að kosningum svo þarf líka að vinna aðeins í vinnunni og fara tvisvar sinnum erlendis á þessum tíma.

Vorkveðjur Bjarnveig


fréttir af framboðsmálum

Góðan daginn allan daginn.

Aldeilis nýjar fréttir á ferðinni hjá mér. Á fundi í gær var ákveðið að ég skipa fyrsta sætið á lista framsókanmanna í Dalvíkurbyggð. Get nú ekki sagt að ég hafi verið að stefna að þessu en þegar ákvörðunin hafði verið tekin þá var ég nú bara ánægð með hana. Nú þarf aldeilis að bretta upp ermarnar og gera sitt besta til að tryggja Framsóknarflokknum sem besta útkomu í kosningunum í vor, verst að félagar í sammálaklúbbnum eruð ekki með lögheimili hér því ég efast ekki eina mínútu um að þið mynduð kjósa mig. En vonandi er nægur stuðningur í Dalvíkurbyggð til að við fáum góða útkomu.

Hef nú ekkert merkilegra að segja í bili.

kv. Bjanveig


Fyrsta bloggfærsla

Ákvað að prufa að vera með eigin bloggsíðu. Lofa nú engu um það hvort ég verð dugleg við að uppfæra hana en koma tímar koma ráð.

Búin að vera frekar slöpp núna í rúma viku með hálsbólgu og viskírödd, þegar ég sá í gær að slímið var orðið ansi hreint grænt ákvað ég að hafa samband við lækni sem setti mig á sýklalyf og ég held svei mér þá að ég sé heldur að hressast svo vaonadi kemst ég í ræktina eftir helgi, hef hreint ekki verið með orku til að gera annað en að vinna.

Kv. Bjarnveig


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband