Færsluflokkur: Matur og drykkur

Ómar, framtíðarlandið og umhverfismál

Nú upp á síðkastið hefur Ómar Ragnarsson talið sig sjálfskipaðan talsmann íslenskrar náttúru. Af því tilefni hef ég verið að velta því fyrir mér hvort hann sé ekki að vinna fyrir umhverfisvernd á öllu Íslandi. Nú síðast var hann að hvetja til aukinnar bílaumferðar í miðbæ Reykjavíkur og var nú ekki á bætandi það mengunarskí sem liggur yfir borginni á góðviðrisdögum. Einnig man ég ekki betur en þessi sami Ómar hafi farið fremstur í hópi jeppamanna sem keyrði á Hvannadalshnjúk fyrir nokkrum árum og skildu eftir fullt af drasli fyrir utan sjónmengunina af hjólförunum eftir ferðina. Annars er ég alltaf að verða sannfærðari og sannfærðari um að umhverfissinnar í Reykjavík hafi sitthvort viðhorfið til umhverfisverndar eftir því hvort um er að ræða höfuðborgarsvæðið eða landsbyggðina og svo er fólk hissa á þeim viðhorfsmun sem er milli dreifbýlis og þéttbýlis. Ég legg til að umhverfissinnar hvar sem þeir búa á landinu byrji á að skoða sitt nærumhverfi og hvað þeir geti sjálfir gert til að draga úr mengun og umhverfisspjöllum áður en farið er að standa í mótmælum í öðrum sveitarfélögum.


Taugarnar búnar

Get ekki einbeitt mér að leiknum lengur svo ég valdi að finna mér eitthvað annað að gera og fylgjast bara með, með öðru augunum. Veit þó vel að við getum enn unnið og vona það besta

Alvara lífsins

Þá er komið að alvöru lífsins leikurinn við Dani í dag. Tel nú eins og fyrir Frakkaleikinn að við eigum ekki mikla möguleika en eins og allir vita getur allt gerst í handboltanum. Svo nú er að hugsa jákvætt og vona það besta. Hvernig við hugsum hefur nefnilega áhrif fyrir okkur og að hugsa jákvætt um leikinn gerir það að við getum frekar tekið við bæði góðum og slæmum úrslitum. Og munum að hvernig sem fer þá hafa strákarnir okkar gert sitt besta og meira er ekki hægt að ætlast til.

Svo er það nú blessaður Frjálslyndiflokkurinn. Sem ég get nú ekki skilið að geti haldið þessu nafni miðað við þá stefnu sem hefur verið kynnt í innflytjendamálum flokkurinn ætti frekar að heita íhaldsflokkurinn. Til hamingju Margrét að vera búin að segja þig úr þessum karlrembuflokki, óttast bara að þú hafir tekið af skorið of seint þú ert búin að sitja á hliðarlínunni og vera stillt og prúð alltof lengi, konur græða aldrei á því við verðum að sýna sömu ákveðni og frumkvæði og karlar ef við viljum ná árangri.

 


Frjálslyndiflokkurinn

Ótrúleg karlrembuúrslit í kosningum um varaformann. Flokkur sem hefur eina hefur innanbúðar eina hæfustu stjórnmálakonu landsins og hafnar henni. Greinilegt að þeir þola ekki að konur vilji hafa áhrif, ágætt að hafa þær sem punt í minni embættum. Kannski getur Margrét sjálfri sér um kennt hún hefur verið alltof hæværsk í flokknum og leyft körlunum að vaða uppi hún átti að bjóða sig fram til varaformanns fyrir löngu ef þurfti að halda friðinn í flokknum gat annað hvort Guðjón eða Magnús dregið sig til baka fyrir löngu. Annars kemur mér þetta ekkert við minn flokkur (framsókanrflokkurinn) hefur þó vit á að gefa konum jafna möguleika enda leiða konur listann í helming kjördæmanna á eftir að sjá einhvern annan flokk gera það. Það er nefnilega ekki nóg að tala um jafnrétti það þarf líka að sýna það í raun. Tala nú ekki um á 100 ára afmæli kvenréttindafélagsin. Vonandi verður farið að sýna kvennréttindadeginum 19. júní meiri virðingu. Skora á landsmenn að halda hann hátíðlegan ár hvert.

handbolti, handbolti

veit ekki hvort ég hafi taugar í að horfa á leikinn á morgun. Kom keyrandi úr Reykjavík á mánudagskvöld og var að hlusta á leikinn og þrátt fyrir gífurlega yfirburði íslendinga var ég svo spennt að ég keyrði nánast út af mörgum sinnum. Svo voru leikirnir í gær og fyrradag sem fóru bæði vel og illa og ég var næstum farin yrfir um af spenning. Er þó frekar bjartsýn fyrir morgundaginn og trúi því að "strákarnir okkar" vinni leikinn. En það er nú svo skrítið eð þetta landslið og hefur reyndar verið undanfarin ár að frammistaða liðsins virðist algjörlega byggjast á hvernig Ólafur Stefánsson er stemmdur ef hann er vel stemmdur og leikur sæmilega vel eða vel þá standa hinir sig vel en ef hann er illa stemmdur þá leika hinir illa. Nú er ég alls ekki að meina að slæmt gengi liðsins sé á nokkurn hátt honum að kenna heldur að hinir í liðinu virðast ekki geta leikið af fullri getu nema hann sé í stuði. en sem sagt gott gengi á morgun ekki spurning

komin heim

Var í höfuborginni um helgina, mátti til með að skreppa og heimsækja Önju Kareni og Ingu Birnu. Kíkti auðvitað líka aðeins í búðir og fór svo í bíó og sá Little miss sunshine mjög sæt og skemmtileg mynd. Tókst að verða veik á sunnudaginn og treysti mér því ekki til að keyra heim fyrr en á mánudag og komst þá heim við illan leik því handboltaleikurinn Ísland - Frakkland var akkúrat í gangi í Húnavatnssýslu og Skagafirði og var ég á stundum svo spennt að lá við útafakstri. Annars héldu vinnufélagarnir að ég hefði lagst í rúmið vegna úrslita í prófkjöri Framsóknar á suðurlandi. En ég var nú bara frekar sátt við þau úrslit svo ekki komu þau mér í rúmið. nú þarf ég að fara að herða mig í að mæta í ræktina búin að kaupa kort og mæta þrisvar sinnum en betur má ef duga skal. Tíminn sem hentar best er á morgnana kl. 6.15 en þar sem ég er nú ekki sú morgunhressasta þá finn ég iðulega afsökun fyrir því að drífa mig af stað en hef þó alla trú á að þetta fari að ganga með hækkandi sól og aukinni birtu.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband