Maður að meiru

Verð að segja að ég tek ofan fyrir Jóni Ásgeiri og mæta í Silfrið hjá Agli. Annað en hinir sem fela sig erlendis og tjá sig ekki um nokkur skapaðan hlut. Að vísu var Lýður Guðmundsson í stuttu viðtali fyrir helgi. Ekki er það nú svo að ég trúi endileg Jóni Ásgeiri en hallast þó alltaf meir og meir að því að það að láta Glitni rúlla hafi tryggt það að hinir bankarnir féllu. Ef Glitnir hefði fengið að starfa aðeins lengur hefði gefist meiri tími og þá hugsanlega unnist tími til að bjarga Kaupþingi. Orð Davíðs í Kastljósi þess efnis að við myndum ekki greiða skuldir "óreiðumanna" í útlöndum fóru síðan endanlega með þetta. Meðan við sjáum ekki eða heyrum viðtal Árna Matt við Darling, trúi ég því að árni hafi ekki náð að leiðrétta þessi orð Davíðs.
Jón Ásgeir til hamingju með að hafa haft þor til að mæta í Silfrið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband