Kosningum lokið

Jæja þá er þessari törn lokið. Kosningaúrslit liggja fyrir. Urðu í samræmi við okkar spár, þó því sé alls ekki að neita að við vildum hafa þau öðruvísi, en það gengur bara betur næst. Vorum reyndar með 2 aðalmarkmið, það fyrra að ná inn 3 mönnum sem tókst ekki og það seinna að koma í veg fyrir að Samfylkingin og aðrir á J-listanum kæmust í hreinan meirihluta og það tókst, svo líklega megum við vel við una þrátt fyrir allt. Nú erstund milli stríða, en næsta skref er að reyna að koma á meirihlutasamstarfi, sem vinnur að heilindum fyrir sveitarfélagið, því nú ríður á að halda þeirri styrku fjármálastjórn sem verið hefur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og gæti alveg hugsað mér að fara fljótt í svona baráttu aftur.

Hef nú lítinn tíma haft í annað síðustu vikuna, en það er þó heldur farið að hlýna og nú hlýtur sumarið að vera að fara að koma.

Kv. Bjarnveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku.........

E (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband