Kaupmannahafnarferðir

Góðan daginn.

Líklega aldeilis kominn tími á að blogga, því síður sem ekki eru uppfærðar reglulega eru algjörlega óþolandi. Er greinilega alveg að missa mig þessa vikuna því ég er þegar búin að panta tvær ferðir í beinu flugi til Koben. Fyrst pantaði ég ferð í nóv. með ferða- og matarklúbbnum verð þá nokkra aukadaga hjá familíunni. Svo gafst ég endanlega upp á súldinni, þokunni og rigningunni og pantaði mér ferð 3-8. ágúst. Veit ekki alveg hvað er orðið um veðurbjartsýnina mína en verð að komast í hlýju og sól í nokkra daga, svo er bara að krossa fingur og vona að það verði gott veður í Koben.

Annars gengur allt sinn vanagang, passa Önju 3-4 daga í viku og svo erum við að fara í ferðalag til Ísafjarðar á mánudag, vonandi gegur vel að keyra með fellihýsið í eftirdragi.

Kv. Bjarnveig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband