19.3.2012 | 16:24
Gamaldags eplakaka
Er öll í þessu einfalda þessa dagana. Er til dæmis nýbúin að uppgötva hjá ágætri samstarfskonu að besta aðferðin við að baka formkökur er að setja allt í hrærivélaskálina í einu og hræra vel saman.
Hér er uppskrift af gamaldags eplaköku, sem í grunnin er hefðbundin formkökuuppskrift sem ég bakaði fyrir stuttu.
250 gr. hveiti
200 gr. sykur
175 gr. smjörlíki
1 tsk. lyftiduft
1/2 dl. mjólk
2 egg
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. vanilludropar (má líka nota sítrónudropa)
Allt sett í hrærivélarskálina og hrært vel saman með "káinu".
Sett í vel smurt kökuform ca. 22 cm í þvermál.
Epli hreinsuð og skorin í báta og raðað yfir.
Kanilsykri stráð yfir. Bakað við 180 °C í um það bil 30 mínútur.
Gleymdi því miður að taka mynd af bakaðri kökunni en hún er góð bæði eins og hún kemur fyrir en einng er frábært að bera fram með henni þeyttan rjóma eða vanilluís.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 20.3.2012 kl. 16:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.