Færsluflokkur: Matur og drykkur
18.10.2008 | 08:57
hálka eða aksturslag
Þrír bílar út af á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2008 | 14:02
Maður að meiru
Jón Ásgeir til hamingju með að hafa haft þor til að mæta í Silfrið.
9.10.2008 | 12:59
Dvel ég í draumahöll
Forsætisráðherra: Breska fjármálaeftirlitið felldi Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 07:21
Hvað með Davíð
Atburðir í Bretlandi felldu Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 13:21
Danska leiðin
Hvað í ósköpum veldur að ekki er hægt að gera hlutina svipað hér. Er ástæðan kannski sú að eigendur bankanna eru búnir að blóðmjólka eignina svo að engin raunveruleg verðmæti eru eftir. Allir og ég meina þá allir verða að koma að borðinu og þeir sem hafa grætt sem mest á uppgangnum verða einnig að taka á sig mesta skellinn. Kannski væri bara réttara að ganga aftur í ríkjasamband við Dani.
Forsætisráðherra er engan veginn að standa sig, fundar og fundar en gerir síðan ekki neitt. Ef sitjandi ríkisstjórn á að ráða við vandann er ljóst að hann verður að víkja fyrir Þorgerði Katrínu. Hún er þó sú eina í þessu liði sem þorir að svara Davíð. Hann er síðan sérkapítuli. Legg ekki dóm á það hér hvort hann er faglega fær um að vera seðlabankastjóri en í ljósi fyrr stjórnmálasögu og illvilja gagnvart sumum þá er trúverðugleiki hans enginn í þessu starfi.
5.10.2008 | 16:56
Gott hjá Þorgerði
Biðlað til helstu vinaþjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 14:37
hvaða, hvaða
Sænskur gjaldeyrisskiptasamningur ekki virkjaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 12:11
Ekki missa móðinn
Augljóst að margir eru farnir að finna fyrir þunglyndiseinkennum eftir atburði undanfarna daga í fjármálum íslendinga. Nú ríður því á að halda ró sinni og vinna saman að lausnum og þá þurfa allir að geta verið sæmilega sáttir við lausnirnar. Held að þau sem eru að vinna að þessu á opinberum vettvangi séu ekki öfundsverð að verki sínu en nú þarf að horfa til framtíðar en ekki velta sér upp úr því liðna. Þau mistök sem hafa verið gerð er ekki endilega hægt að leiðrétta en auðvitað er nauðsynlegt at læra af reynslunni og kryfja málin til mergjar þegar um hægist. Og munum að allt sem fer niður fer aftur upp það er bara spurning um tíma og auðvitað fara ekki allir sem fara vel út úr niðursveiflunni.
Horfum bjartsýn fram á veginn og stöndum saman.
14.8.2008 | 22:31
Að bjarga eða sýna ábyrgð
Svandís segir ástandið í borginni snúið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2007 | 12:58
Skrítin tík pólitíkin
Mér sem forföllnum áhugamanni um pólitík finnst pólitíkin alltaf verða undarlegri og undarlegri og ekki skrítið þó stór hluti þjóðarinnar viti ekkert hvað hann á að kjósa. Vil ég nefna tvo mál sem vöktu athygli mína þegar ég var að lesa moggann í morgun. Fyrst las ég grein eftir Björk Vilhelmsdóttur um "þvingaða sambúð" á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Ekki ætla ég að mæla því bót að óskyldir og ótengdir aðilar þurfi að deila herbergi í ellinni. En er ekki meira forgangsmál að tryggja öllum örugga þjónustu. Reyndar héld ég að víðast sé nóg framboð af rýmum en breyta þarf dvalarrýmum í hjúkrunarrými og auka framboð á heimahjúkrun og heimilishjálp sem og dagvistun og skammtímavistun svo sem flestir sem það kjósa geti dvalið heima eins lengi og kostur er. Hitt málið var um "hraðbrautirnar" út frá Reykjavík, ástæða alltof margra slysa á vegunum er sjaldnast vegirnir heldur ökuhraðinn og aksturslagið, það er sama hversu breiðir vegirnir eru það breytir engu um ábyrgð ökumanna. Afþví að mikil umræða hefur veruð um veginn austur fyrir fjall undanfarið þá vakti það athygli mína í síðustu viku þegar ég fór tvisvar sinnum til Selfoss og aftur til baka til Reykjavíkur að mér fannst núverandi vegur vel anna þeirri umferð sem var og var ég nú bæði á ferðinni á annatíma og rólegum tíma og veður ýmist gott og rok og rigning, þannig að mér sem engum sérstökum sérfræðingi í umferðamálum fannst að með því að gera 2+1 veg alla leið á Selfoss og jafnvel lengra væru öryggismál á þessari leið í góðum málum. Í vegagerð eins og öðru er mikilvægt að fara vel með það takmarkaða fé sem í boði er og að tryggja öruggar samgöngur um ALLT LAND finnst mér mikilvægara en gæluverkefni í fjölmenninu.